Framsóknarflokkurinn mun ekki boða til þingflokksfundar í dag að sögn Ingibjargar Ólafar Iskasen, þingflokksformanns flokksins. Hún staðfestir að samtal sé í gangi á milli formanna og varaformanna stjórnarflokkanna þriggja.
„Staðan er núna bara þannig að það eru samtöl í gangi og við erum viðbúin að boða til þingflokksfundar með stuttum fyrirvara,“ segir hún spurð hvort þingflokksfundur verði í fyrramálið, „það liggur ekkert fyrir eða hvort.“
Ekki hefur náðst í Hildi Sverrisdóttur, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálm Árnason, varaformann þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Orra Pál Jóhannsson, formann þingflokks Vinstri grænna, né Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, varaformann þingflokks Vinstri grænna í dag.