Þingflokksfundinum lokið

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður er hér í forgrunni. Í bakgrunni eru …
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður er hér í forgrunni. Í bakgrunni eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins er lokið og voru Bjarni Benediktsson formaður og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins á meðal fundarmanna. Þetta staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður í samtali við mbl.is. 

„Þetta var bara góður fundur hjá okkur Sjálfstæðismönnum þar sem að við vorum að fara yfir stöðuna. Eins og alla jafna þá einblínum við á málaflokkana – sem er nú ástæðan fyrir því að við erum í þessari pólitík – og hvernig ramminn í kringum þá gæti kannski skynsamlegast litið út,“ segir Hildur. 

Hún gat ekki tjáð sig nánar um hvað var rætt á fundinum. 

Eitt skref í einu

Upplýstu Bjarni og Þórdís ykkur um þau samtöl sem hafa átt sér stað í dag?

„Þetta var bara gott spjall innan þingflokksins um þessa stöðu og öllu sem henni tilheyrir.“

Spurð hvert framhaldið verður svarar Hildur að það verði að koma í ljós. 

„Við tökum eitt skref í einu í þessu sem öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert