Varðskipið í viðbragðsstöðu á morgun

Varðskipið Þór heldur nú austur.
Varðskipið Þór heldur nú austur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðskipið Þór verður til taks á morgun við Austfirði þar sem hætta er á snjóflóðum. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Skipið var á leið austur og í varúðarskyni heldur það á Austfirði, að sögn Ásgeirs. Verður það komið á áfangastað í fyrramálið en ekki er búið að ákveða hvort það verði til taks við Neskaupstað eða Seyðisfjörð þar sem rýma á ákveðin svæði í kvöld.

Rýming en Fjarðarheiði lokuð

Auknar líkur eru á stórum og náttúrulegum snjófljóðum á Austurlandi. Veikleikar eru til staðar í snjóþekjunni og taldar miklar líkur á að fólk á ferð í brattlendi geti sett af stað flóð.

Gular viðvaranir vegna veðurs eru í gildi víða um land og mun Veðurstofan sömuleiðis lýsa yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í kvöld.

Klukkan 22 verða reitir 17 og 18 á Seyðisfirði rýmdir og reitur 4 í Neskaupstað, auk Þrastarlundar. 

Vegna veðurs hefur veginum yfir Fjarðarheiði verið lokað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert