Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, hefur náð tilskildum fjölda meðmæla.
Þessu greinir hún frá í Facebook-færslu en Halla tilkynnti framboð sitt í morgun.
„Ég hlakka til að hitta ykkur öll næstu vikurnar og vinna með ykkur - fyrir framtíðina,“ segir í færslunni.
Að lágmarki þarf hver frambjóðandi 1.500 undirskriftir úr öllum landsfjórðungum.