Lögreglan lokaði hótelinu eina ferðina enn

Lögreglan lokaði hótelinu enn og aftur fyrir að hafa ekki …
Lögreglan lokaði hótelinu enn og aftur fyrir að hafa ekki tilskilin rekstrarleyfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að hafa enn eina ferðina lokað hótelinu Brimi í Skipholti í gær.

Að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var hótelinu lokað sökum þess að það skorti tilskilin rekstrarleyfi. 

„Ég get staðfest við þig að þetta er hótelið sem er búið að loka trekk í trekk.“

Sýslumaður svari fyrir leyfin

Spurð hvort ekkert annað sé til ráða en að halda áfram að loka hótelinu, í ljósi þess að hótelið er ítrekað opnað á ný, segir Hjördís lögreglu einungis gegna hlutverki eftirlitsaðila í þessum málum. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að svara fyrir allt er tengist rekstrarleyfum.

Hótelið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar athafnamanns en hann er meðal annars eigandi Nýju vínbúðarinnar og skemmtistaðarins b5, einnig þekktur sem Bankastræti Club. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert