Milljarðar settir í verk- og starfsnám

Ráðherra og sveitarstjórnarmenn leiddu mál til lykta við athöfn norður …
Ráðherra og sveitarstjórnarmenn leiddu mál til lykta við athöfn norður í Skagafirði á föstudag. mbl.is/Björn Björnsson

„Þetta er mikilvægt verkefni. Er hluti af þeirri uppstokkun á framhaldsskólakerfinu sem þurfti og nú er unnið að,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Fulltrúar ráðuneytis og sveitarfélaga undirrituðu í gær samninga um stækkun húsakynna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV.

Aðstaða til verknáms við skólann verður bætt með stækkun um allt að 1.400 fermetra og samkvæmt þeim samningum sem nú liggja fyrir verður Framkvæmdasýslu ríksins falið að raungera fyrirætlanir. Stofnkostnaður nýbyggingarinnar skiptist á þann veg að ríkissjóður greiðir 60% en sveitarfélögin í landshlutanum 40%.

Fleiri ungmenni fari í verk- og iðnnám

Stækkun verk- og starfsnámsskóla um land allt hefur verið í forgangi hjá mennta- og barnamálaráðherra. Sl. fimmtudag voru undirritaðir samningar um bætta verknámsaðstöðu við Menntaskólann á Ísafirði, Sauðárkrókur var tekinn í gær og í dag, laugardag, verður farið í Reykjanesbæ í sömu erindagjörðum. Í undirbúningi er einnig að bæta verknámsaðstöðu við Borgarholtsskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Stóra málið er svo bygging nýrra höfuðstöðva Tækniskólans sem verða í Hafnarfirði. Samanlagður kostnaður ríkisins vegna þessara framkvæmda er 2,5 til 3 milljarðar króna.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaði laugardagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert