Undrandi yfir framgöngu lögreglu

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi hótelsins Brim.
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi hótelsins Brim. Samsett mynd/Aðsend/Kristinn Magnússon

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi hótelsins Brimi, kveðst undrandi yfir hve hart lögregla hafi gengið fram við eftirlit á hótelinu.

Lögreglan hefur ítrekað lokað hótelinu og vísað gestum burt þar sem að hótelið skortir tilskilin rekstrarleyfi frá sýslumanni. 

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is segir Sverrir að gestir hótelsins hafi verið færðir á hótel við hliðina á hótel Brimi í kjölfar lokunnar lögreglu. Þó hafi tvö til þrjú herbergi á Brimi verið nýtt annað slagið þegar fullt er á hinu hótelinu. Hótel Brim annist einnig morgunverð fyrir þessa gesti. 

Handvömm fyrri rekstraraðila

Segir Sverrir það hafa uppgötvast fyrr á árinu að ekki væri til staðar leyfi fyrir rekstrinum þrátt fyrir að þar hafi verið rekin hótelstarfsemi um áratugaskeið. 

„Er þar um að kenna handvömm fyrri rekstraraðila sem þó fullyrti að rekstrarleyfi væri til staðar,“ segir í svari Sverris.

Hann segir reksturinn eftir sem áður uppfylla öll skilyrði eftirlitsaðila svo sem heilbrigðiseftirlits, byggingarfulltrúa og slökkviliðsins og hefur árlega undirgengist, og staðist, úttekt slökkviliðs í tengslum við rekstrarleyfið - sem talið var vera til staðar.

„Unnið er að öflun nýs starfsleyfis fyrir hótelið og liggja nú þegar fyrir jákvæðar umsagnir allra eftirlitsaðila. Umsóknin er hjá sýslumanni og standa vonir til þess að hún verði afgreidd í næstu viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert