Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði

Varðskipið Þór er til taks á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Varðskipið Þór er til taks á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Þorsteinn

Varðskipið Þór er nú við bryggju inn á Seyðisfirði og verður til taks vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Þetta staðfest­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hann segir að um sé að ræða hefðbundið viðbragð til varúðar í ljósi aðstæðna. 

Rýming enn í gildi

Rýming og hættustig eru í gildi á nokkrum svæðum vegna snjóflóðahættu, annars vegar á Seyðisfirði og hins vegar í Neskaupstað. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á miðhálendinu, Suðaustur-, Austur-, og Norðausturlandi fram að miðnætti. 

Skipið var á austurleið í gær og var því ákveðið að sigla því inn til Seyðisfjarðar þangað sem það kom í morgun. 

Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hversu lengi varðskipið verði á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert