Afgreiða tillögu um stjórnarsamstarf

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur tekið til af­greiðslu til­lögu um stjórn­ar­sam­starf í „breiðu sam­hengi“.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort að um sé að ræða áfram­hald­andi sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna.

„Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur fyr­ir sitt leyti tekið til af­greiðslu til­lögu um stjórn­ar­sam­starf sem verður kynnt bráðlega,“ seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is að þing­flokks­fundi lokn­um.

Ekki ligg­ur fyr­ir með hverj­um þetta stjórn­ar­sam­starf eigi að vera en Hild­ur seg­ir að það verði kynnt bráðlega. 

Var þetta til­laga um að flokk­arn­ir myndu starfa áfram sam­an í rík­is­stjórn?

„Þetta var til­laga um stjórn­ar­sam­starf í breiðu sam­hengi,“ seg­ir Hild­ur sem ít­rek­ar að þetta verði kynnt bráðlega. Þá sagðist Hild­ur ekki geta tjáð sig um hvenær „bráðlega“ er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert