Bergþór Pálsson lætur af störfum við Tónlistarskólann á Ísafirði í haust. Hefur starfið verið auglýst.
Bergþór hefur verið skólastjóri skólans frá því haustið 2020.
Bæjarins besta greinir frá og hefur eftir Bergþóri að alltaf hafi staðið til að vera fjögur ár á Ísafirði. Nú séu þau liðin og þá liggi leiðin aftur suður.