Icepharma hf. hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað MUNA múslí spelt með trönuberjum. Ástæða innköllunarinnar er að við reglubundið eftirlit mældist Ochratoxin (OAT) yfir viðmiði í sultanas-rúsínum sem varan inniheldur.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Icepharma.