Innkalla múslí

Múslí spelt með trönuberjum.
Múslí spelt með trönuberjum. Ljósmynd/Aðsend

Icepharma hf. hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað MUNA múslí spelt með trönuberjum. Ástæða innköllunarinnar er að við reglubundið eftirlit mældist Ochratoxin (OAT) yfir viðmiði í sultanas-rúsínum sem varan inniheldur.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi lotu:

  • Vörumerki MUNA
  • Vöruheiti Múslí spelt með trönuberjum
  • Vörunúmer 45600608
  • Nettómagn 500g
  • Best fyrir
  • dagsetning
  • 31.01.2025
  • Lotunúmer BN52441
  • Innflytjandi Icepharma hf. Lynghálsi 13 110 Reykjavík
  • Dreifing Nettó, Þín Verslun, Melabúðin, Kjörbúðin, Krambúðin.
  • Iceland, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Icepharma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka