Myndskeið: Tilkomumikill hraunfoss

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga er svipuð og í gærkvöldi. Hraunið virðist ekki vera að renna langt í burtu miðað við vefmyndavélar, þó að erfitt sé að sjá það sem stendur.

Þetta segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurður út í stöðuna á eldgosinu.

Gígbarmurinn brast norðanmegin í gærkvöldi og byrjaði hraun að flæða þar niður. Meðfylgjandi myndskeið frá Herði Kristleifssyni ljósmyndara var tekið áður en barmurinn brast þar sem hraunfossinn var afar tilkomumikill. 

Böðvar reiknar með því að vísindamenn muni funda um stöðu mála síðar í dag en flogið var yfir svæðið með dróna í gærkvöldi og í nótt.

Norðaustanátt hefur verið við Sundhnúkagíga og blæs brennisteinsmengun beint út á sjó. Búist er við því að þannig verði það áfram í dag.

Frá eldgosinu í gær.
Frá eldgosinu í gær. mbl.is/Hörður Kristleifsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert