Geir Áslaugarson
Mikilfenglegur hraunfoss hóf að flæða niður gígbarminn á eina gígnum sem enn gýs í á Sundhnúkagígaröðinni upp úr klukkan 15 í gær.
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir breytinguna til marks um að dregið hafi úr krafti eldgossins og spáir goslokum í vikunni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið geta varað í einhverjar vikur.
„Það er bara einn gígur eftir eins og staðan er núna og þetta minnkar bara hægt og rólega og það styttist í endalok á þessu,“ segir Ármann.
„Sprungan sem opnaðist er fyrst og fremst norðaustur-suðvestur og hún hagar sér eins og felliköttur – um leið og þrýstingurinn er búinn þá lokast hún en svo í suðurhluta sprungurnar tengist allt í einu við hana norður-suður sprunga sem lokar sér ekki eins. Þess vegna vellur enn þá þar upp. Það er bara opið niður.“
Ármann líkir hegðun eldgossins nú við gosið í Geldingadölum að því leytinu til að sprungan lokast ekki: „Á móti kemur að það er ekki að gefa í heldur hægt og rólega að tæma geyminn undir Svartsengi.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.