Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er nú kominn til fundar í húsakynnum Alþingis. Til umræðu er væntanlega áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna.
Þetta herma heimildir mbl.is.
Þetta er í annað sinn í dag sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funduðu einnig fyrr í dag en vildu þingmenn lítið tjá sig við fjölmiðla að þeim loknum.
Öllum nefndarfundum sem voru á dagskrá Alþingis á morgun hefur verið aflýst og stóð þingfundur í dag aðeins yfir í um fimm mínútur.
Halla Signý Kristjánsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknar, segir í samtali við mbl.is að enginn þingflokksfundur hafi verið boðaður hjá Framsókn í kvöld, að svo stöddu.