Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
„Ég skil stolt við starfið og Bændasamtökin sem eru orðin að sterku hagsmunafli sem vinnur í þágu bænda,” segir hún á Facebook-síðu sinni.
Hún sinnti starfinu í þrjú ár og segir það hafa verið skemmtilegan og gefandi tíma.
„Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun,” segir Vigdís.