Á annað þúsund börn á biðlista

Marta segir að yfir 500 börn fái ekki leikskólapláss.
Marta segir að yfir 500 börn fái ekki leikskólapláss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls bíða nú 1.327 börn eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Gera má ráð fyrir því að yfir 500 börn fái ekki leikskólapláss í haust.

Þetta segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið en hún lagði fram fyrirspurn á fundi skóla- og frístundaráðs og fékk svör við henni.

„Staðan er ekki betri en hún var í fyrra og er ekki að lagast þrátt fyrir að kjörtímabilið sé að verða hálfnað. Því var lofað að öll börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. Þannig að það gengur mjög erfiðlega og seint að efna það loforð þegar við erum á hverju einasta ári með þetta langa biðlista,“ segir Marta.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert