„Aldrei auðvelt val“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, ræðir við blaðamann í …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, ræðir við blaðamann í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður Vinstri grænna og fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir hreyf­ingu sína ekki hafa greint á um það við Sjálf­stæðis­flokk­inn að halda áfram rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

„Nei, við ein­fald­lega sett­umst yfir þetta,“ seg­ir Guðmund­ur spurður út í mögu­leg­an ágrein­ing, að lokn­um blaðamanna­fundi formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja í Hörpu.

„Við erum nú ekki búin að taka mjög lang­an tíma í þetta. Ég held það sé mjög eðli­legt, þegar for­ystumaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar hverf­ur frá, að við setj­umst niður og ræðum það: Ætlum við að klára þetta?

Og það eru þrír flokk­ar í þessu sam­starfi þannig að þeir komu að sjálf­sögðu all­ir að þess­um viðræðum. Og við vor­um sam­mála um það að halda þessu áfram.“

Guðmund­ur Ingi tók af skarið

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, tek­ur við mat­vælaráðuneyt­inu af Svandísi Svavars­dótt­ur sem verður innviðaráðherra.

Varðandi ráðherra­valið – var ein­hver tog­streita um hver ætti að fá að koma inn?

„Auðvitað hafa all­ir þing­menn – þeir bera von, eða alla vega flest­ir, von til þess að geta orðið ráðherr­ar. Og þetta er aldrei auðvelt val. Það var það ekki í þessu til­felli. Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið með of­fram­boð af góðu fólki, en ofboðslega hæft fólk í þing­flokkn­um hjá okk­ur sem ég þurfti að velja á milli. Og þetta ein­fald­lega var niðurstaðan.“

Tókst þú af skarið varðandi ráðherra­valið, einn og sér?

„Já, það er í hlut­verki for­manns að leggja til­lögu fyr­ir þing­flokk­inn. Og hún var samþykkt.“

Ný ríkisstjórn kynnt í Hörpu í dag.
Ný rík­is­stjórn kynnt í Hörpu í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nefn­ir stuðningspakka vegna kjara­samn­inga

Hvaða mál­um ætlið þið að fylgja helst úr hlaði?

„Við ætl­um okk­ur að ná bæði bet­ur utan um þau mál sem eru þegar kom­in inn í þingið og klára ákveðin mál sem eru nú þegar í þing­inu. Svo erum við að horfa líka til næsta vetr­ar hvað það varðar. En ég vil nefna áherslu­mál hjá okk­ur, eins og ör­orku­líf­eyri­s­kerfið – breyt­ing­ar á því  að klára það.

Það má nefna líka að við leggj­um mikla áherslu á að frum­varp um lagar­eldi, það er að segja fisk­eldi, haldi áfram.

Svo nátt­úru­lega að ganga hratt og ör­ugg­lega til verka, til að koma stuðningspakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar við kjara­samn­ing­ana áfram, sem skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir sér­stak­lega barna­fjöl­skyld­ur og lág­tekju­hópa í land­inu.“

Guðmund­ur tek­ur sér­stak­lega fram þá nýj­ung sem fel­ist í ókeyp­is skóla­máltíðum fyr­ir öll börn.

Ekki sama í hvað ork­an fer

Ykk­ur hef­ur verið svo­lítið legið á hálsi fyr­ir að standa á móti virkj­un­ar­fram­kvæmd­um. Ætlið þið að breyta því eitt­hvað?

„Við höf­um ekki breytt okk­ar stefnu þegar kem­ur að nátt­úru­vernd eða orku­öfl­un. Við að sjálf­sögðu stönd­um við hana. Sú stefna okk­ar í Vinstri græn­um, hún geng­ur út á það að við get­um ráðist í orku­öfl­un í sátt við nátt­úr­una. Þannig að ef að til nýrra virkj­ana komi, þá sé fylgt þeim ferl­um sem um það gilda, meðal ann­ars ramm­a­áætl­un. Og sér­stak­lega auðvitað að gæta að nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum í hví­vetna, þegar kem­ur að því. 

En við erum ekki á móti því að virkja. Okk­ur er ekki sama í hvað ork­an fer. Hún á auðvitað að fara til inn­lendra orku­skipta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert