Bjarni verði forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson að loknum ríkissstjórnarfundi 5. apríl 2024.
Bjarni Benediktsson að loknum ríkissstjórnarfundi 5. apríl 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kann að verða tilkynnt í dag og ætti að geta tekið við völdum ekki síðar en á morgun, að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins.

Ekki er þó búið að ganga frá öllum lausum endum, svo margt getur breyst enn, en svo þurfa viðeigandi stofnanir flokkanna að fjalla um tillögur formanna þeirra.

Sigurður Ingi fjármálaráðherra

Eftir því sem næst verður komist mun Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verða forsætisráðherra í öðru ráðuneyti sínu.

Hermt er að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verði fjármálaráðherra, en Svandís Svavarsdóttir taki við innviðaráðuneytinu. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir muni hins vegar snúa aftur í utanríkisráðuneytið.

Sem fyrr segir kann margt að breytast enn, en þetta var staðan í gærkvöldi. Ekki var þannig ljóst hver tæki við matvælaráðuneytinu, en það verður áfram á forræði Vinstri grænna.

Gert var ráð fyrir að önnur ráðuneyti yrðu óbreytt og fjöldi ráðherra flokkanna því óbreyttur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert