Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni, Quang Lé, var staðfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Fyrrverandi eiginkona Davíðs og bróðir voru einnig úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Voru þau handtekin 5. mars síðastliðinn í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar. Grunur leikur á mansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi.
Davíð og fjölskylda munu sæta gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Nú þegar hafa þau sætt gæsluvarðhaldi í fimm vikur. Enn hafa níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og eru átta þeirra af víetnömskum uppruna og einn Íslendingur sem er fyrrverandi eigandi veitingastaða Wok on.
Elín segir rannsóknina miða ágætlega en að hún sé yfirgripsmikil.
„Þetta tekur tíma,“ segir Elín.