Framsóknarmenn og Vinstri græn funda fyrir hádegi

Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar fyrir hádegi í dag.
Þingflokkur Framsóknarflokksins fundar fyrir hádegi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkar framsóknarmanna og Vinstri grænna munu funda í þingflokksherbergi Framsóknar í Alþingishúsinu fyrir hádegi í dag. Til umræðu er vænt­an­lega áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna. 

Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á ekki von á að fundurinn muni standa lengur en í klukkutíma en hann hefst klukkan 10.30. Er það vegna þess að klukkan 11:30 á Ingibjörg fund með forseta þingsins. 

Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman til fundar ásamt framkvæmdastjóra þingflokksins klukkan 11.

Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs kann að verða til­kynnt í dag og ætti að geta tekið við völd­um ekki síðar en á morg­un, að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert