Hraunið mallar nálægt gígnum

Aðeins gýs úr einum gíg í eldgosinu á Reykjanesskaga.
Aðeins gýs úr einum gíg í eldgosinu á Reykjanesskaga. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagíga virðist vera svipuð og hún var í gærkvöldi. Hraunið virðist áfram renna til suðurs eftir að það hafði áður runnið lítillega til norðurs.

Hraunið fer þó ekki langt, heldur mallar það nálægt gígnum, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Gasmengun mældist mjög lítil í nótt og fór ekki upp fyrir hættumörk. Vindáttin breytist í vestanátt seinnipartinn í dag og í kvöld. Einhver mengun gæti farið m.a. yfir Bláa lónið, Sandvík og Hafnir.

Á morgun er spáð suðaustanátt og þá gæti mengun farið yfir Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert