Myndskeið: Mótmælt við Bessastaði

Liðsmenn félags ungra sósíalista, Roða, eru mætt fyrir utan Bessastaði til þess að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

Ríkisráðsfundur hófst þar upp úr klukkan sjö í kvöld og mun Bjarni taka við embætti forsætisráðherra eftir skamma stund.

Boðað var til mótmælanna fyrr í dag.

Heyra má í mótmælendum í meðfylgjandi myndbandi kalla eftir „kosningum strax“ og hrópa „vanhæf ríkisstjórn“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert