„Þetta er mjög ánægjuleg stund“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist glöð yfir því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist glöð yfir því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi komið sér saman um starfhæfa ríkisstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra segist glöð yfir því að ríkisstjórnarflokkarnir hafi komið sér saman um starfhæfa ríkisstjórn.

„Þetta er mjög ánægjuleg stund,“ sagði hún við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í kvöld. Þar fer nú fram ríkisráðsfundur og lætur Katrín formlega af embætti. Síðar hefst annar fundur þar sem Bjarni Benediktsson tekur við embætti forsætisráðherra.

„Sjáið þið hvað það er fallegt veður hérna? Þetta gæti ekki verið fegurra.“

Glöð yfir því að samkomulag hafi náðst

Ertu sátt við lendinguna?

„Ég er glöð yfir því að þessir flokkar hafi náð að koma sér saman um starfhæfa ríkisstjórn.“

Spurð hvort hún sé ánægð með að tekist hafi að mynda nýja ríkisstjórn svo að hún geti einbeitt sér að sínu svaraði Katrín: „Að sjálfsögðu. “

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, verður innviðaráðherra í nýrri rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, tek­ur við mat­vælaráðuneyt­inu af Svandísi.

Þá verður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fjármálaráðherra en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verður utanríkisráðherra.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert