Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar að flytja ávarp fyrir þjóðina í kvöld klukkan 20.
„Vegna þeirra straumhvarfa og breytinga sem hafa átt sér stað í dag varðandi forsetakosningar mun ég ávarpa þjóðina í kvöld kl. 20:00,“ segir í tilkynningu Ástþórs.
Ekki er ljóst hvaða breytingar Ástþór er að vísa í. Í skriflegu svari til mbl.is hafði Ástþór áður fullyrt að hann væri búinn að ná lágmarksfjölda meðmælanda til að teljast kjörgengur.
Hægt er að horfa á ávarp hans á nuna.is.