Bjarni boðar til fundar með sjálfstæðismönnum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra við lyklaskipti í morgun.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra við lyklaskipti í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og nýskipaður forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með félögum í Sjálfstæðisflokknum á laugardag.

Bjarni boðaði bæði flokksráðsmenn og aðra sjálfstæðismenn til fundarins, sem verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn klukkan 11. Þar hyggst hann gera grein fyrir myndun ráðuneytis síns og verkefnum.

Bjarni tók við embætti forsætisráðherra í gær af Katrínu Jakobsdóttur eftir að hafa setið í stól utanríkisráðherra undanfarna sex mánuði.

Hann segir það góða tilfinningu að vera kominn inn í forsætisráðuneytið og segir umboð sitt alveg óskert þrátt fyrir afsögn sem fjármálaráðherra á síðasta ári.

 

Ath.: Fréttin var leiðrétt um fundarboðið og tímasetningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert