Gerard Butler í tökum hér í sumar

Morena Baccarin og Gerard Butler í fyrri Greenland-myndinni.
Morena Baccarin og Gerard Butler í fyrri Greenland-myndinni.

Tökur á spennumyndinni Greenland: Migration munu fara fram að hluta til hér á landi í sumar. Hinn kunni leikari Gerard Butler fer með aðalhlutverkið og stendur undirbúningur fyrir tökurnar nú yfir.

Kvikmyndin Greenland sló nokkuð óvænt í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2020 en í henni segir af fjölskyldu og raunum hennar þegar allt stefnir í að loftsteinn muni eyða öllu lífi á jörðinni. Myndin þótti bæði vera framúrskarandi hasarmynd en jafnframt bjóða upp á ágætis persónusköpun og góða frammistöðu leikara.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert