Launin hækka í Vinnuskólanum

Tímakaup nemenda í 8. bekk hækkar úr 711 kr. í …
Tímakaup nemenda í 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 krónur.   mbl.is/Árni Sæberg

Tíma­kaup nem­enda í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur mun hækka í sum­ar um 7,9%, með fyr­ir­vara um samþykki Borg­ar­ráðs um auka­fjár­veit­ingu. Enn frem­ur verða laun nem­enda fest við ákveðinn launa­flokk og munu í framtíðinni fylgja hækk­un­um á hon­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg en um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti þetta á fundi sín­um í morg­un.

  • Tíma­kaup nem­enda í 8. bekk hækk­ar úr 711 kr. í 766,5 krón­ur.  
  • Tíma­kaup nem­enda í 9. bekk hækk­ar úr 947 kr. í 1.022 krón­ur.
  • Tíma­kaup nem­enda í 10. bekk hækk­ar úr 1.184 kr. í 1.277,5 krón­ur.  

Vant­ar 21 millj­ón í launaliðinn

„Laun­in verða fest við launa­flokk 217, sem er grunn­launa­flokk­ur í kjara­samn­ingi Sam­eyk­is og Reykja­vík­ur­borg­ar, dag­vinnu­kaup 2.555 krón­ur á klukku­stund. Nem­end­ur í 8. bekk fá fram­veg­is greidd 30% af launa­flokki 217, nem­end­ur í 9. bekk 40% og nem­end­ur í 10. bekk 50% af launa­flokkn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að í fjár­hags­áætl­un séu rúm­lega 268 millj­ón­ir á launalið nem­enda en með hækk­un launataxta og áætlaðan fjölda nem­enda fyr­ir sum­arið 2024, 3.000 nem­end­ur, þarf að sækja um hækk­un á launalið um 21 millj­ón.

Þá kem­ur fram að með þess­um hætti verði laun nem­enda í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur sam­bæri­leg við laun í flest­um vinnu­skól­um höfuðborg­ar­svæðis­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert