Ríflega tíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna

Bjarni Benediktsson er nýr forsætisráðherra Íslands.
Bjarni Benediktsson er nýr forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að minnsta kosti tíu þúsund Íslendingar styðja ekki Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra.

Þegar þetta er skrifað hafa ríflega tíu þúsund manns skrifað nafn sitt undir lista á Ísland.is sem ber yfirskriftina: Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra.

Ekki fylgja neinar kröfur með undirskriftasöfnuninni og virðist því vera um að ræða yfirlýsingu frekar en einhvers konar kröfugerð. 

Vísað til óvinsælda Bjarna

Í lýsingu sem fylgir undirskriftalistanum er vísað til óvinsælda Bjarna samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á vegum Maskínu undir lok síðasta árs.

Ábyrgðarmaður undirskriftalistans er Eva Lín Vilhjálmsdóttir, samskiptastjóri.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert