Krafðist þess að kaupunum yrði rift

Ásthildur Lóa Þórsdóttir á Alþingi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir á Alþingi. mbl.is/Hákon

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins, spurði Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra á Alþingi hvort hann ætlaði ekki að sjá til þess að kaup­um Lands­bank­ans á TM yrði rift án taf­ar.

Þetta ætti hann að gera þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ingu Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, frá­far­andi fjár­málaráðherra, um annað. Einnig ætti hann að fela Fjár­mála­eft­ir­lit­inu að gera út­tekt á Kviku banka, sem er að selja TM.

Ásthild­ur Lóa benti á að Þór­dís Kol­brún hefði viljað bíða eft­ir skýrslu Banka­sýsl­unn­ar, þangað til hún myndi tjá sig frek­ar um málið, „skýrslu sem í fyrsta lagi átti ekki að vera til og hef­ur í öðru lagi sannað að hún sé ekki fær um að sýsla með eitt né neitt”.

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Bene­dikts­son á Alþingi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þarf að gaum­gæfa laga­leg atriði

Bjarni kvaðst póli­tískt sam­mála því að órétt­læt­an­legt væri fyr­ir ríkið að auka um­svif sín á fjár­mála­markaði. Slíkt leiddi þó ekki að sjálfu sér til þess að hægt væri að rifta kaup­un­um án þess að gaum­gæfa t.d. öll laga­leg atriði.

„Eða hvað myndu menn segja um fjár­málaráðherra sem rifti slík­um kaup­um ef í ljós kæmi að með því væri rík­inu bökuð margra millj­arða skaðabótakrafa?” sagði Bjarni.

„Hvað myndi hæst­virt­ur þingmaður segja í því til­viki? Myndi hæst­virt­ur þingmaður styðja ráðherr­ann óháð mögu­legri bóta­kröfu á rík­is­sjóð í því að rifta bara kaup­un­um vegna póli­tískra sjón­ar­miða óháð af­leiðing­um fyr­ir ís­lenska skatt­greiðend­ur?” bætti for­sæt­is­ráðherr­ann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert