Lögregla hafði afskipti af barnaníðingi í Dalslaug

Dalslaug í Úlfarsárdal.
Dalslaug í Úlfarsárdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Sótti hann laug­ina á skóla­tíma en maður­inn sem um ræðir hef­ur hlotið dóm fyr­ir að nauðga þroska­skert­um ung­lings­dreng og fyr­ir vörslu á tug­um þúsunda barnaklám­mynda.

Í bréfi sem var sent á for­eldra í Ing­unn­ar­skóla er staðfest að lög­regla hafi haft af­skipti af mann­in­um í dag. 

Í bréfi sem skóla­stjóri Dal­skóla sendi á for­eldra áður en lög­regl­an hafði af­skipti af mann­in­um kom fram að maður­inn spjalli reglu­lega við drengi í skóla­sundi.

„Upp­götv­ast hef­ur að í sund­laug­ina á skóla­sunds­tíma í 7. bekk, kem­ur reglu­lega maður, sem leit­ar leiða til að spjalla við drengi í skóla­sundi, um allt milli him­ins og jarðar. Þessi maður er dæmd­ur kyn­ferðis­brotamaður. Hann hef­ur afplánað sinn dóm,“ seg­ir Hild­ur í pósti á for­eldra.

Vís­ir greindi fyrst frá bréfi skóla­stjóra Dal­skóla. 

Sótti laug­ina í dag og lög­regla kölluð á vett­vang

Þá kom fram í bréfi skóla­stjóra Dal­skóla að næst þegar maður­inn myndi koma yrði hann kallaður inn til for­stöðumanns, ásamt skóla­stjórn­anda og kallað á lög­regl­una. Með því væri reynt að fæla mann­inn frá sund­laug­inni.

Eins og fyrr seg­ir þá sótti maður­inn í dag enn og aft­ur laug­ina og þá var þetta verk­ferli virkjað. Lög­regl­an hafði af­skipti af mann­in­um.

Nauðgaði þroska­skert­um dreng

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is þá er um að ræða mann á sjö­tugs­aldri sem var árið 2010 dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa tælt dreng þegar hann var 13-15 ára gam­all til kyn­maka með því að not­færa sér þroska­skerðingu hans, reynslu­leysi af kyn­lífi og tölvufíkn.

Árið 2015 var maður­inn dæmd­ur í tveggja ára og átta mánaða óskil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir vörslu á tug­um þúsunda barnaklám­mynda og brot á vopna­lög­um. Alls fund­ust 45.236 ljós­mynd­ir og 155 hreyfi­mynd­ir sem sýndu börn á kyn­ferðis­leg­an og klám­feng­inn hátt í fór­um hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka