Ósáttur við undirskriftalistann

Bjarni Benediksson og Björn Bjarnason
Bjarni Benediksson og Björn Bjarnason Samsett mynd/Kristinn Magnússon

„Það er eitthvað skrýtið sé unnt að nota vefsíðuna Ísland.is til að efna til mótmæla gegn forsætisráðherra landsins af pólitískum andstæðingum hans.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, í pistli á heimasíðu sinni bjorn.is.

Tilefni skrifa Björns er undirskrifalisti gegn Bjarna Benediktssyni, sem hefur tekið við embætti forsætisráðherra í stað Katrínar Jakobsdóttur.

Listinn er á síðunni island.is og ber yfirskriftina: „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra.“ Þegar þetta er skrifað hafa yfir 32 þúsund manns tekið þátt í undirskriftasöfnuninni.

Sögð á ábyrgð konu sem líklega tengist Samfylkingunni

Björn segir að verði island.is að opinberri skilaboðaskjóðu fyrir nafnlausa einstaklinga sem vilja grafa undan stjórnarskrárbundnum kosningum og lýðræðisreglum sé illt í efni.

„Söfnun undirskrifta þar gegn ráðherranum er sögð á ábyrgð konu sem líklega tengist Samfylkingunni, sé nafn hennar rétt. Fjölmiðlar keppast í blindni við að segja frá því hve duglegt fólk er að rita undir mótmælin. Sé farið inn á síðuna virðist stór hluti þeirra, sem fylla töluna sem fjölmiðlar birta, nafnlausir eins og um leynilega atkvæðagreiðslu sé að ræða,“ segir Björn.

Björn segir að sé það tilgangur þjónustugáttar island.is, að koma í stað kosninga eða atkvæðagreiðslna með því að í skjóli nafnleyndar geti menn sagt skoðun sína á mönnum og málefnum, ætti það að koma fram á síðunni ásamt reglum sem um þetta þjónustu hennar gilda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert