Tveir greindust með kíghósta í síðustu viku

Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu um málið.
Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu um málið. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Tveir einstaklingar greindust með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Kíghósti hefur greinst af og til á Íslandi og gjarnan komið hrinur á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti greindist síðast á Íslandi árið 2019, að því er segir í tilkynningu á vef embættis landlæknis.

Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár og er sjúkdómurinn landlægur í sumum löndum.

„Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta og kvefeinkennum. Ungum börnum á fyrstu 6 mánuðum ævinnar er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum og öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið þeim lífshættulegur. Smit berst á milli manna með úða frá öndunarfærum,” segir á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert