Andlát: Gunnlaugur Rögnvaldsson

Gunnlaugur Rögnvaldsson er látinn.
Gunnlaugur Rögnvaldsson er látinn.

Gunnlaugur Rögnvaldsson, blaðamaður og ljósmyndari, lést 9. apríl síðastliðinn, á 63. aldursári. Gunnlaugur fæddist  í Reykjavík 13. júní 1961 og ólst upp á Grímsstaðaholtinu í Vesturbænum.

Foreldrar hans voru Rögnvaldur Ragnar Gunnlaugsson og Hulda Ósk Ágústsdóttir, sem bæði eru látin. Systur Gunnlaugs eru Anna, f. 1953, d. 2014, og Ragna, f. 1957. Hálfsystur samfeðra eru Sigríður Steina, Sigríður Bára og Þórdís, sem er látin. Gunnlaugur gekk í Melaskóla og Hagaskóla og stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla.

Hann æfði knattspyrnu með KR, starfaði með skátafélaginu Ægisbúum í Vesturbænum og hafði alla tíð mikinn áhuga á útivist af ýmsu tagi. Gunnlaugur fékk snemma áhuga á ljósmyndun og akstursíþróttum. Keppti einnig í rallakstri og torfæru bæði hér á landi og erlendis en starfaði lengstum í lausamennsku við umfjöllun um akstursíþróttir. Gaf út tímaritið 3T, er fjallaði um tæki og tómstundir hvers konar.

Gunnlaugur vann m.a. fyrir SAM-útgáfuna, sem gaf út Samúel og Vikuna, og skrifaði lengi fyrir Morgunblaðið um akstursíþróttir og tók ljósmyndir. Gunnlaugur var frumkvöðull í umfjöllun um Formúlu 1-kappakstur hér á landi. Byrjaði með þætti um Formúluna í Ríkissjónvarpinu árið 1997, sem fór einnig að sýna beint frá keppninni.

Gunnlaugur bæði lýsti frá Formúlunni í beinni útsendingu og var einnig á vettvangi keppninnar, tók m.a. viðtöl við flesta helstu ökuþóra heims á þeim tíma, keppnisstjóra þeirra og aðra þekkta sérfræðinga í heimi Formúlunnar. Seinna lýsti hann keppninni á rásum Sýnar og Stöðvar 2 og var þar með ýmsa aðra umfjöllun um akstursíþróttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert