Bílslys varð núna á þriðja tímanum við Vatnshorn skammt frá Víðigerði.
Þetta staðfestir lögreglan á Blönduósi í samtali við mbl.is.
Lögregla er mætt á vettvang ásamt sjúkrabíl.
Að sögn sjónarvotts þá er um bílveltu að ræða og er mjög hvasst á vettvangi.