Ferðahömlur á bandaríska embættismenn

Liðsmenn ísraelska hersins í Tel Aviv.
Liðsmenn ísraelska hersins í Tel Aviv. AFP/Gil Cohen-Magen

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sett ferðahömlur á erindreka sína í Ísrael. Er þeim ekki lengur heimilt að ferðast út fyrir Jerúsalem, Tel Aviv eða Beersheba.

Um er að ræða varúðarráðstafanir vegna áhyggna af stigmögnun á svæðinu.

Yfirvöld í Íran hafa heitið því að hefna árásar á ræðismannsskrifstofu sína í Sýrlandi sem varð þrettán að bana. Íranir segja Ísraela bera ábyrgð á árásinni en yfirvöld í Ísrael hafa ekki gengist við þeim ásökunum.

Heitir stuðningi

Alls létust sjö úr sveitum íranskra byltingavarða í árásinni á sendiráðið. Tveir hershöfðingjar voru í þeirra hópi.

Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, varaði við því í ræðu á miðviku­dag að „illri stjórn“ Ísra­els yrði að refsa. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sama dag að Íranir væru að hóta umfangsmikilli árás. Þá hét forsetinn Ísrael tryggum stuðningi Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert