Fyrsti formlegi fundur nýrrar ríkisstjórnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr sinn fyrsta ríkisstjórnarfund.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr sinn fyrsta ríkisstjórnarfund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti formlegi fundur nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra var settur í morgun í Skuggasundi.

Allir ráðherrarnir eru viðstaddir að Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra undanskilinni.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, situr jafnframt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund.

Bjarni er gestur Dagmála sem birtust í morgun. Í þættinum segir hann umboð stjórnarflokkanna sterkt og að brýn verkefni blasi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert