Hefur kostað samtals 10,5 milljarða

Stofnunin tók við málaflokknum í júlí 2022.
Stofnunin tók við málaflokknum í júlí 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður Vinnumálastofnunar (VMST) vegna búsetuúrræða og daggjalda til handa umsækjendum um alþjóðlega vernd er um 10,5 milljarðar króna frá júlí 2022.

Þetta kemur fram í svari frá stofnuninni í gær en fyrirspurnin var lögð fram 4. apríl. Þar kom fram að tæplega 1.900 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Stofnunin hafi tekið við málaflokknum í júlí 2022.

Herbergi með eldhúsi og baðaðstöðu

Alls 1.893 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í búsetuúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar.

Að sögn upplýsingafulltrúa er búsetuúrræði í raun herbergi fyrir viðkomandi með eldhúsi og baðaðstöðu.

Hafa ekki milligöngu um útleigu

„Þá eru um 1.050 umsækjendur sem búa í eigin húsnæði eða hjá vinum og vandamönnum. Af þeim eru hér um bil 100 í úrræðum á vegum ríkislögreglustjóra vegna fyrirhugaðrar brottfarar.

Vinnumálastofnun hefur jafnan ekki milligöngu um útleigu á einstaka íbúðum til umsækjenda. Það húsnæði sem stofnunin er með á leigu er hvert um sig nýtt sem búsetuúrræði fyrir 50-200 einstaklinga,“ segir í svari stofnunarinnar.

Meira má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert