Vilja meira líf í hjarta bæjarins

Yfirskrift verkefnisins er Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn.
Yfirskrift verkefnisins er Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Á Akranesi stendur nú yfir söfnun undirskrifta þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að færa starfsemi sína í Landsbankahúsið við Akratorg.

Yfirskrift verkefnisins er Fyrsta hjálp og hjartahnoð fyrir miðbæinn en þeim sem að standa þykir sem meira líf vanti á miðbæjarsvæðið.

Verslunum og veitingahúsum þar hafi fækkað á undanförnum árum og miðbærinn sé ekki ekki fyrsti kostur þess sem hyggst fara af stað með verslun eða veitingarekstur á Akranesi.

Við blasi því að nýta gamla Landsbankahúsið, þriggja hæða byggingu sem Akurnesingar eiga og lítil og stopul starfsemi hefur verið í undanfarin ár.

Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er forsprakki þessa verkefnis.
Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er forsprakki þessa verkefnis. mbl.is/Sigurður Bogi

Dræmar undirtektir í bæjarstjórn og hús sagt ekki henta

„Við viljum meira líf við Akratorg, sem er hjarta bæjarins,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður sem er forsprakki þessa verkefnis. Hann býr við torgið og hefur á undanförnum árum látið til sín taka í ýmsum málum til eflingar Skaganum.

Síðdegis í gær, föstudag, höfðu alls 540 manns skrifað nafn sitt rafrænt á undirskriftalistana, sem verða uppi á island.is fram á mánudag. Einnig liggja undirskriftarblöð frammi á völdum stöðum á Akranesi, svo sem í verslunum.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert