Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hvetur alla aðila til stillingar, vegna árásar Írana á Ísrael.
„Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael í gærkvöldi. Versnandi öryggi á svæðinu veldur alvarlegum áhyggjum. Við biðlum til allra aðila að sýna stillingu til þess að koma í veg fyrir frekari stigmögnun,“ segir Bjarni á X.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur þegar tilkynnt að Ísland fordæmi árásina.
Iceland condemns Iran's attack on Israel last night. The deteriorating security situation in the region is of grave concern. We call on all parties to exercise constraint to prevent further escalation.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 14, 2024