Gengur í allhvassa norðaustanátt seint í dag

Á Norðurlandi gæti orðið vart við él seint í dag.
Á Norðurlandi gæti orðið vart við él seint í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag verður austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Lengst af þurrt á Norðurlandi. Er þetta meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Hiti verði um eða yfir frostmarki að deginum. Seint í dag gangi í allhvassa norðaustanátt á norðvestanverðu landinu. Þá gæti orðið vart við él á Norðurlandi.

Víða éljagangur á morgun

„Norðan og norðvestan 8-15 m/s á morgun og víða éljagangur, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust sunnan til yfir daginn,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert