Í beinni: Halla Hrund fer yfir sína sýn

Halla Hrund Logadóttir, forsetaframhjóðandi.
Halla Hrund Logadóttir, forsetaframhjóðandi.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi hyggst halda opinn fund í Húsi Máls og menningar í dag frá 17-19.

Halla Hrund mun flytja ræðu og fara yfir hvers vegna hún býður sig fram og hver hennar sýn er á hlutverk forsetans í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi. Hægt er að fylgjast með ræðu Höllu Hrundar í beinu streymi á mbl.is

Þá mun Stefán Hilmarsson taka lagið, sem og Hildur Kristín Kristjánsdóttir, dóttir Höllu Hrundar og Kristjáns Freys, en hún hefur í vetur farið með hlutverk Fíusólar í uppsetningu Borgarleikhússins. Fundarstjóri er Sirrý Arnarsdóttir.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert