Sinueldur skammt frá Selfossi

Halldór segir að útbreiðsla eldsins hafi verið hröð.
Halldór segir að útbreiðsla eldsins hafi verið hröð. Ljósmynd/Aðsend

Á bilinu 25-30 slökkviliðsmenn hafa barist við sinueld í búgarðabyggðinni á milli Selfoss og Eyrarbakka í rúmlega klukkutíma. Verið er að slökkva í eldglæðum og er bruninn orðinn hættulaus.

Þetta segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is.

„Við erum að vinna í því að slökkva í glæðum núna þannig þetta er orðið hættulaust. Það var fyrst og fremst hætta af reyk hérna og svo var gríðarlega hröð útbreiðsla í þessu,“ segir Halldór og bætir við að bruninn hafi ekki verið fjarri næstu húsum.

Sinueldurinn nær yfir þrjá hektara. Slökkviliðinu barst tilkynning um brunann klukkan 14.40 og er enn að störfum.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert