Agnar Már Másson
Grunsamleg þyrluferð Landhelgisgæslunnar yfir gosstöðvunum við Sundhnúkagíga í gærkvöldi reyndist vera æfingarflug.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi gæslunnar, í samtali við mbl.is.
Gæslan hafði verið á æfingu þegar þyrlan var kölluð út í mannaleitir í gærkvöldi en síðan var þyrlan afturkölluð. Þá var ákveðið að halda áfram með æfinguna.
„Þetta var bara æfingaflug sem breyttist í þessa leit. Þegar þyrlan var komin í leitina var hún afkölluð í það. Síðan, til þess að það væri eitthvað æfingagildi, var farið út á Reykjanes[skaga], tekin ein æfing þar og síðan farið heim,“ segir Ásgeir, sem útskýrir að æfingar séu oft teknar á Reykjanesskaganum.
Björgunarsveitarfólk var m.a. látið síga úr þyrlunni en sjá mátti æfinguna í vefmyndavél mbl.is við Hagafel.