Baldur, Katrín og Jón taka forystu

Samsett mynd

Bald­ur Þór­halls­son pró­fess­or er með mest fylgi þeirra sem gefið hafa kost á sér í for­seta­kjöri, sam­kvæmt skoðana­könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið, sem gerð var dag­ana 9.-14. apríl.

Bald­ur er með 25,8% fylgi, en Katrín Jak­obs­dótt­ir, fv. for­sæt­is­ráðherra, kem­ur fast á hæla hans með 22,1% fylgi.

Þrátt fyr­ir að þar á milli sé 3,7% mun­ur er hann ekki töl­fræðilega mark­tæk­ur. Vik­mörk þeirra beggja eru tölu­verð, svo mögu­leg­ar fylgistöl­ur þeirra skar­ast nokkuð. Erfitt er því að staðhæfa full­um fet­um að annað hvort þeirra hafi orðið hlut­skarp­ast, sam­kvæmt mæl­ingu Pró­sents.

Þar á eft­ir kem­ur Jón Gn­arr, leik­ari og fv. borg­ar­stjóri, með 16,8% sem er mark­tækt lægra en hjá þeim Baldri og Katrínu og því óhætt að segja að hann sé þar í 3. sæti. Tals­vert þar á eft­ir kem­ur Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri í 4. sæti með 10,6%.

Aðrir fram­bjóðend­ur fá inn­an við 5% fylgi, fimm þeirra inn­an við 1%.

Spurt var um þá sem hafa lýst með skýr­um hætti yfir fram­boði, en rétt er að minna á að fram­boðsfrest­ur renn­ur ekki út fyrr en 26. apríl, svo enn kunna fleiri að koma til sög­unn­ar, þó lík­urn­ar á því fari dvín­andi.

Fylgið dreif­ist mikið

Niður­stöður könn­un­ar Pró­sents eru ekki óáþekk­ar fyrri könn­un­um, sem önn­ur rann­sókna­fyr­ir­tæki hafa gert, nema hvað þau Katrín og Bald­ur hafa haft sæta­skipti á toppn­um.

Í þeim könn­un­um var ekki held­ur töl­fræðilega mark­tæk­ur mun­ur á fylgi þeirra, svo hæpið er að draga of mikl­ar álykt­an­ir um stöðu eða breyt­ing­ar á fylg­isþróun efstu manna, þó aðferðafræðin sé áþekk.

Það er frek­ar að það eigi við um fram­bjóðend­ur neðar á list­an­um, að ráða megi í hreyf­ingu á fylg­inu, þó það verði frá­leitt gert af nokk­urri ná­kvæmni, enda stutt síðan þeir síðustu gáfu sig fram og hófu að safna meðmæl­end­um til þess að geta lagt fram gilt fram­boð. Þar get­ur einnig margt breyst, enn geta ein­hverj­ir bæst við og aðrir helst úr lest­inni.

Af sömu ástæðu er fylgið einnig tölu­vert dreift á milli fram­bjóðenda, en bú­ast má við að það breyt­ist eft­ir því sem líður á kosn­inga­bar­átt­una.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka