Lægð þokast til suðausturs

Vindaspá fyrir kvöldið.
Vindaspá fyrir kvöldið. Kort/Veðurstofa Íslands

Dálítil lægð norðan við Ísland þokast til suðausturs í dag. Verður því norðan- og norðvestanátt á landinu, víða 8-15 m/s og él en bjart að mestu sunnan til.

Frost verður á bilinu 0 til 5 stig, en frostlaust sunnanlands yfir daginn.

Í nótt lægir og birtir til fyrir norðan í fyrramálið.

Seinnipartinn á morgun nálgast næsta lægð úr vestri og þykknar þá upp á sunnan- og vestanverðu landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert