Ellefu Palestínumenn koma í dag

Ellefu einstaklingar frá Palestínu eru væntanlegir til landsins í dag.
Ellefu einstaklingar frá Palestínu eru væntanlegir til landsins í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ell­efu ein­stak­ling­ar frá Palestínu eru vænt­an­leg­ir til lands­ins í dag. Þeir koma frá Kaíró í Egyptalandi og var hleypt yfir landa­mær­in með fulltingi sjálf­boðaliða Solar­is-sam­tak­anna sem nýtt hafa söfn­un­ar­fé til að greiða þeim þá leið.

Í þess­um hópi eru 2 karl­menn, 3 kon­ur og 6 börn. Þá eru 7 manns að auki kom­in til Kaíró og bíða flutn­ings, en 15 til viðbót­ar eru enn á Gasa. Þetta fólk kem­ur hingað til lands á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar. Alls eru þetta 33 ein­stak­ling­ar, 8 karl­ar, 11 kon­ur og 14 börn. Þess­ar upp­lýs­ing­ar feng­ust hjá fjöl­menn­ing­ar­deild Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert