„Er greinilega óþekkti embættismaðurinn“

Helga Þórisdóttir.
Helga Þórisdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, ætlar að halda ótrauð áfram baráttunni um forsetaembættið en í skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið fékk hún aðeins 0,4% fylgi.

Spurð um viðbrögð við könnunni segir Helga:

„Þetta kemur mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég er eiginlega nýbyrjuð í minni kosningabaráttu,“ segir Helga við mbl.is en hún kynnti framboð sitt þann 27. mars síðastliðinn.

Helga segist ekki hafa verið á samfélagsmiðlum fyrir þremur vikum síðan og hún segist ekki nota alla samfélagsmiðla.

„Ég er greinilega óþekkti embættismaðurinn og hef greinilega unnið verk mín hljóðari heldur en ég að einhverju leyti bjóst við þrátt fyrir að hafa verið lögfræðingur í opinbera geiranum í 29 ár og búin að stýra einni vandasömustu stofnun bráðum í níu ár. Það vita greinilega ekki allir af því,“ segir Helga.

Ætlar að halda áfram

Hún segist finna fyrir ótrúlegum miklum stuðningi úr alls konar óvæntum áttum sem hún hafi ekki búist við sem segir að hennar rödd þurfi að fá að heyrast.

„Á meðan ég að heyra svona sterkt af þessum stuðningi þá ætla ég að halda áfram,“ segir Helga.

Spurð hvernig kosningabarátta hennar hafi gengið hingað til segir Helga:

„Þegar maður hefur ekki verið á samfélagsmiðlum, ekki með einhverja þúsundi vina og ekki búin að skilgreina grunnskóla- og menntahópinn sinn, vinnustaðinn eða vini yfir höfuð þá er vinna að byrja þar. Ég hef þurft að byrja þar sem aðrir frambjóðendur eru ekki búnir að vera.“

Helga segist hafa kynnt framboð sitt í Kringlunni og í Smáralind um nýliðna helgi og í síðustu viku hafi hún haft í nógu að snúast við að veita fjölmiðlum viðtöl. Hún segir að kosningastjórn hennar gangi undir nafninu: Bílskúrsband Helgu. „Þau geta verið til alls vís ef þau ná í gegn,“ segir Helga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert