Einn var handtekinn eftir að lögreglu barst tilkynning um þjófnað á bar í miðborginni. Var viðkomandi látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að gærkvöldið og nóttin hafi verið frekar róleg. Eitthvað hafi verið um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og fólks í annarlegu ástandi.
Í miðborginni var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í Vesturbænum var brotist inn í hús. Var þjófurinn farinn þegar lögreglu bar að garði.
Í Grafarvoginum var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem gekk berserksgang.