Aðhald, frestun og eignasala

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Áfram þarf að ríkja festa, aðhald og hagræðing hjá hinu opinbera,“ segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025-2029, sem lögð var fram í gær. Gert er ráð fyrir hallarekstri næstu þrjú árin en að hallinn minnki hratt og reksturinn verði kominn í jafnvægi 2028.

Boðaðar eru aðgerðir á næsta ári til að vega upp á móti útgjaldaauka vegna aðkomu ríkisins að kjarasamningunum með forgangsröðun, hagræðingu og betri nýtingu fjármuna. Á að draga úr útgjöldum upp á 17 milljarða á árinu 2025, m.a. með frestun framkvæmda við nýbyggingu við Stjórnarráðshúsið og byggingu fyrir viðbragðsaðila, með sameiningu og fækkun stofnana og mögulega með frekari sölu eigna.

Halda á framkvæmdum áfram við nýjan Landspítala, Þjóðarhöll og verja á 12,6 milljörðum til byggingar nýs fangelsis í stað Litla-Hrauns á árunum 2025-’28. Gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis verður frestað frá næstu áramótum til 1. september á næsta ári.

Hóflegur útgjaldavöxtur

Boðaður er hóflegur útgjaldavöxtur til ársins 2029. Útgjöld til heilbrigðismála vega þyngst á tímabilinu og nema samtals ríflega tvö þúsund milljörðum króna til loka tímabils fjármálaáætlunarinnar.

Fyrirhugaðar eru miklar breytingar á fyrirkomulagi fasteignamála hjúkrunarheimila. Í stað þess að ríkið standi að framkvæmdum og greiði allt að 85% byggingarkostnaðar á að fela öðrum að byggja og reka fasteignirnar. Ríkið greiði svo húsaleigu fyrir vistfólk.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka