Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að innleiða svonefndan alþjóðlegan lágmarksskatt hér á landi á síðari hluta næsta árs og er gert ráð fyrir gildistöku hans í skattkerfinu á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun áranna 2025 til 2029.
Um er að ræða upptöku á 15% alþjóðlegum lágmarksskatti á fjölþjóðafyrirtæki, óháð því hvar þau starfa.
„Megintilgangur skattsins er að koma í veg fyrir að fjölþjóðafyrirtæki komist hjá skattlagningu með tilfærslu hagnaðar til lágskattaríkja og jafna þannig stöðu fyrirtækja almennt. Útfærslan liggur fyrir og fjöldi ríkja hefur innleitt alheimslágmarksskatt frá síðustu áramótum. Um er að ræða eina stærstu breytingu sem hefur orðið á skattlagningu á alþjóðlegum vettvangi,“ segir í fjármálaáætluninni. Gert er ráð fyrir að innleiðing skattsins muni skila ríkissjóði auknum skatttekjum á árinu 2026.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.